BC Instagram

  BC Blog

  Boot Camp flytur í Sporthúsið!
  Boot Camp og CrossFit Stöðin flytja æfingaaðstöðu sína í húsnæði Sporthússins í Kópavogi í byrjun ágústmánaðar. Aðstaða til líkamsræktar í Sporthúsinu er stærri og betri en í núverandi húsnæði stöðvarinnar í Elliðaárdal og þar er að finna ýmsa þjónustu sem stutt verður fyrir viðskiptavini Boot Camp að sækja, líkt og sjúkraþjálfun, kírópraktora, verslun, snyrtistofu o.fl. Ætlunin er að Boot Camp verði eins konar stöð inni í stöðinni í Kópavogi og munu iðkendurnir hafa sinn eigin sal út af fyrir sig sem er tvöfalt stærri en núverandi æfingasalur í Elliðarárdal.
  Reglur eða regluleysi?
  Á æfingum hjá okkur eru ákveðnar reglur sem allir okkar meðlimir fylgja. Þetta eru ákveðin gildi sem við trúum staðfastlega á og við teljum að ef umhverfið er á tiltekinn hátt, þá dregur það að sér réttu aðilana sem passa að því umhverfi.
  Ferskir vindar!
  Það er ávallt góð tilfinning að vita að framundan séu nýjir og ferskir tímar. Við finnum flest fyrir því um áramót, þegar við förum í frí eða byrjum á einhverju nýju. Það gefur okkur hreint blað og við ætlum svo sannarlega að skrifa það eftir okkar eigin forskrift.